Andlitshreinsunar rútínan mín.

Ég er búin að vera með alveg ógeðslega leiðinlegar bólur í nokkra mánuði. Þær eru aðalega á munn og hökusvæðinu (I know… naaaasty !!) og er ég búin að reyna flest allt til að losna við þær. Er búin að prófa allskonar rándýr krem, andlitshreinsi, tónera og skrúbba en ekkert virtist virka. 

Þegar ég var við það að gefast upp á þessu og farin að íhuga líf með þessum bólufjöllum rakst ég á Garnier vörur í Iceland og ákvað að slá til. Ég hafði séð mjög góðar umsagnir á http://www.youtube.com um þessa línu þannig að ég gat ekki staðist það að prófa eina línuna enn, það gæti nú ekki sakað og það gerði það heldur betur ekki.

Ég ætla að sýna ykkur hreinsunar rútínuna mína og reyna að fara eins ítarlega í hana og ég get….

Image

Image

 

Þegar ég mála mig er ég yfirleitt all in. Ég nota frekar mikið meik vegna þess hversu mislit húðin mín er. Mér finnst best að taka farðann af með hreinsiklútum og eru þessi frá Kirkland algjört uppáhald. Ef ég á þá ekki til nota ég þessa í appelsínugula pakkanum frá Dr. Fischer, þeir eru fínir en þessir frá Kirland eru sjúkir. Þeir eru vel blautir og er ein þurrka meira en nóg til þess að ná öllum farða af.

Image

 

Eftir að ég hef tekið allan farða af andlitinu bleyti ég aðeins andlitið og skrúbba vel með þessum hreinsi frá Clearasil. Það eru örfín korn í honum sem virka sem léttur skrúbbur. Ég skola svo hreinsinn af og fer í næsta skref, sem er….

Image

Skrúbbur frá Garnier og þar fær elsku besta clarisonic mitt að vinna sitt góða verk. Þessi skrúbbur er sá allra besti sem ég hef prófað. Hann inniheldur Salicylic acid sem hjálpar til við að halda þessum leiðindar bólum í burtu. Hann gefur manni kælandi tilfinngu í húðina sem mér líkar einkar vel. Ég set bara eina baun af skrúbbnum á burstann og læt svo burstann hjá um vinnuna 🙂

Image

Eftir að ég skola skrúbbin af þurrka ég andlitið og set öööörlítið af spritti í bómull og spritta þær bólur sem mér finnst þurfa smá auka hjálp. Sprittið þurrkar upp bólusvæðið og mér finnst það hjálpa til að láta bólurnar hverfa sem fyrst. ATH – Ég mæli ekkert sérstaklega með þessari aðferð fyrir ykkur sem erum með viðkvæma húð, en þetta hefur virkað fyrir mig.

Image

Næst ber ég á mig þetta rakakrem frá Garnier en það inniheldur líka Salicylic acid eins og Garnier skrúbburinn. Þetta krem er mjög létt og er meira eins og gel frekar en krem. 

Image

Að lokum spreyja ég örlítið af Fix Plus frá MAC yfir. Ég hef einhvernvegin bitið það í mig að það loki rakakremið inni og haldi óhreinindum í burtu frá húðinni. Einnig er Fix Plus stútfullt af vítamínum og steinefnum og fleiri gúdderíi.

 

Svo að lokum langar mig að benda á að hrein koddaver eru mjög mikilvæg. Ef að þið eruð eitthvað eins og ég þá sefur maður stundum á hárinu á sér, svitnar jafnvel eða slefar ( ég er örugglega ekki sú eina!! ). Þess vegna mæli ég með því að skipta reglulega um koddaver til þess að hjálpa til við að halda andlitinu fersku.

 

Kirkland andlitsklútar – Kostur

Clearasil skin perfecting wash – Nettó

Garnier vörur – Iceland/Nóatún

Spritt – Apótek/Iceland

Fix Plus – Mac Smáralind/Kringlan

– Brynja Sóley

Fröken Kristjáns

Ég var svo heppin fyrir svolitlu síðan að fá að greiða og farða hana Andreu mína fyrir árshátíð hjúkrunarfræðinema. Það var Casino Royale þema á árshátíðinni þannig að við fórum svolítið eftir því.

Image

Andrea málar sig ekki mikið dagsdaglega, þessvegna var þetta extra skemmtilegt. Við fórum þó léttu leiðina og vorum ekki að ýkja hana of mikið. 

Image

 

Image

Image

 

Mikið er ég heppin að eiga svona yndislega vinkonu.

Kv. Brynja Sóley

Post – Halloween

Þá er hrekkjavakan búin og þar af leiðandi Palla ballið líka, sem var geggjað !! Búningaplönin breyttust algjörlega frá fyrra plani og langar mig að sýna ykkur hvað varð fyrir valinu 🙂

Image

 

Image

 

Image

Hitti aðra mínu mús á ballinu.

Ég ákvað að nota gamla dimmeteringabúninginn minn en keypti eyrun í Hagkaup. Planið var semsagt að vera „vond“ öðru megin en „góð“ hinum megin.

 

Kv. Brynja Sóley

Hrekkjavaka

Ég ætla að skella mér á Palla hrekkjavökuballið á laugardaginn og er ég búin að vera mikið að spá hvað ég gæti gert. Það eina sem ég vissi er að mig langaði að gera eitthvað ýkt meiköpp með miklum smáatriðum, og hérna er útkoman :

Image

Planið er að vera með svona sugarskull öðru megin og svo fallega hlutlausa förðun hinum megin á andlitinu.

Image

Aðal málið var að æfa mig í að gera þessar tennur. Það er alveg hrikalega gaman að gera þær og hlakka ég bara til að endurtaka þær á laugardaginn.

Image

Image

 

Ég er ekki alveg að fíla augnlúkkið 100% þannig ég mun koma til með að breyta því en halda samt hringforminu í kringum augað. Mig langar til að hafa meiri smáatriði í kringum augað þannig að ég mun bæta við einhverjum krúsídúllum.

 

 

Gleðilega hrekkjavöku 

kv . Brynja Sóley

Maður lætur sig dreyma…..

Ég las það á http://venividivisa.net/ að Elite skólinn væri að fara að flytja inn og selja Make up forever vörurnar og það gladdi mig gríðarlega. Það er svo ótal margt sem ég þarf að prófa frá Make up forever. Besti maskari sem ég hef prófað kom einmitt frá þessu merki og hlakka ég mikið til að geta keypt hann aftur.

Image

 

Það eru gaman að sjá hveru mikil breyting hefur átt sér stað í förðunarheiminum hér á landi með tilkomu nýrra vörumerkja svo sem SMASHBOX, Inglot og nú Make up forever. 

Fyrir okkur makeup fíklana hefur verið erfitt að nálgast þessar vörur hérlendis nema þá að borga himinhá gjöld sem fylgja því að panta snyrtivörur að utan. Það er samt eitt merki sem ég ÞARF að fá hingað til lands og er það mitt elsku elsku Urban Decay. 

Image

Urban Decay er alveg í algjöru uppáhaldi hjá mér. Augnskuggarnir og blýantarnir eru svo ótrúlega litamiklir (pigmented) og verður liturinn á augnlokinu nákvæmlega eins og liturinn í boxinu. Ég bjó til smá lista fyrir ykkur með nokkrum af uppáhalds vörunum mínum, hver veit nema það gæti nýst ykkur 🙂

Image

 

Númer 1 2 og 3 er það UDPP. Þetta snilldar efni er primer sem maður ber á augnlokin áður en aungskuggi er borinn á. Þetta efni kemur í veg fyrir að það myndist línur á aunglokinu og að liturinn klessist. Að mínu mati er þetta laaaang besti primerinn í dag og ég hef nú prófað þá all nokkra. Ég mæli með að fólk kaupi sér alla vegana 2 túpur, af því að þegar fyrsta túpan klárast veit ég að þú þráir meira 😉

Image

 

NAKED 1 pallettan er must have ! Að mínu mati eru allir litirnir mjög nothæfir og er bæði hægt að nota þessa pallettu til þess að skapa hversdagslúkk og kvöldlúkk. Þetta er sú pallette sem ég gríp mest í og gæti varla án hennar verið.

Image

 

Sidecar augnskugginn varð að fá sér umfjöllun.  Þessi skuggi kemur í Naked 1 pallettunni en einnig er hægt að kaupa hann stakann. Þetta er minn hversdags augnskuggi. Það er svolítið glimmer í honum sem að sjálfsögðu gerir hann en betri. Liturinn er fallegur einn og sér yfir augnlokið þar sem það myndast smá náttúruleg skygging ef maður tekur hann aðeins upp fyrir augntóftina. Sidecar og blautur liner og málið er dautt 😉

Image

 

24/7 liquid liner, nafnið segir það allt. fallegur mjór bursti sem ber formúluna á eins og draumur. Endist vel á auganu og þornar ekki upp í túpunni.

Image

 

24/7 blýantur í litnum Smog. Frábær hversdagslitur einn og sér eða með hlutlausum léttum augnskugga. 

Kv. Brynja Sóley

SEPHORA

Fyrir 2 árum rættist langþráður draumur. Ég fór til Bandaríkjanna!! Aðal ástæðan fyrir Bandaríkjaþránni var að sjálfsögðu SEPHORA. SEPHORA er verslun sem upprunalega var stofnuð í París 1970 og sérhæfði sig í förðunarvörum, húðvörum og öllu bjútítengdu. SEPHORA er með yfir 100 vörumerki og myndu þessi vörumerki lang flest flokkast undir „high end“ vegna þess að þau eru dýrari en „drug store“ merkin.  Ég gæti talað endalaust um búðina og hvað sé þar til sölu og fleira en til þess að ég skrifi ekki margra blaðsíðna ritgerð þá er sneddí að kíkja bara á http://www.sephora.com

Image

Ég sver það, ég hef sjaldan verið jafn hamingjusöm á ævi minni. Ég var mætt í mollið fyrir opnun og beið fyrir utan búðina með tárin í augunum, ég bara trúði því ekki að þetta væri að fara að gerast, ég var búin að ímynda mér þetta móment (já, svona eins og þegar fólk eignast fyrsta barnið sitt… Brynja kreisípants!!!) svo oft og þarna var ég að upplifa það. Og þið sem þekkið mig vel vitið alveg að ég gekk hálf grenjandi í gegnum alla búðina 😛

Image

Ég hefði getað keypt alla búðina… en þá hefði ég líka þurft að kaupa mér nýja íbúð undir allt fíneríið þannig ég lét nægja mér að versla bara það sem ég þurfti „nauðsynlega“ 😉

Urban Decay, Make Up Forever, Too Faced, Soap & Glory og Clarisonic stóðu upp úr en öll hin merkin og allt sem þau höfðu upp á að bjóða var líka gordjöss. Ég vona að ég fái tækifæri til þess að komast í SEPHORA… maður má alltaf láta sig dreyma 🙂

Kv. Brynja Sóley

Burstarþrif

Ég þríf förðunarburstana mína mjög reglulega. Ég reyni að gera það einu sinni í viku en það tekst nú ekki alltaf. Það eru allir með sínar aðferðir við að þvo burstana og einnig eru til hin ýmsu tæki og tól til þess að aðstoða mann við þetta s.s hanskar sem eiga að ná betri djúpþvotti og hinir ýmsu vökvar og sápur spes hannað fyrir burstana en mér finnst best að gera þetta á gamla mátann, uppþvottalögur og volgt vatn.

Image

 

Ég byrja á því að setja alla andlitsfarðaburstana í glas með volgu vatni og smá uppþvottalegi og læt þá bíða í vatninu á meðan ég þvæ hina burstana. Það getur oft verið erfitt að ná farða úr mjög þykkum burstum og þess vegna finnst mér það ágætis ráð að láta sápuna aðeins leysa upp farðann áður en ég þvæ þá bursta.

Image

Ég skola fyrst hvern og einn bursta upp úr volgu vatni og set svo lítinn sápudropa í lófann á mér og nudda svo burstanum í hringlaga hreyfingu í lófanum á mér svo að það freyði duglega og ég sé litinn fara úr burstanum. Einnig er mikilvægt að passa að fá sem minnst vatn upp á haldfangið svo að límið losni ekki frá járn hlutanum og losi hárin. Eftir þvottinn vindi ég lauslega úr burstanum með fingrunum og móta hárin svo að hann þorni fallega í sínu formi. Það er nauðsynlegt að skola burstana vel og passa að það sé engin sápa eftir í burstunum.

Næst legg ég burstann frá mér á viskustykki í smá halla sem ég græja með að rúlla öðru viskustykki upp og leggja ofan á hitt. Það er gott að láta burstana þorna í smá halla og leyfa þyngdaraflinu að vinna sitt verk. Allt vatn sem gæti hafa farið upp á haldfangið lekur þá niður í stað þess að losa límið.

Ég leyfi svo burstunum að þorna alveg 100%. Mér finnst best að þvo þá að kvöldi til og leyfa þeim að þorna yfir nótt, þá grípur maður í tandurhreina og fallega bursta næsta morgun, mjög hentugt 🙂

Image

 

Vona að þetta hafi verið hjálplegt 🙂 

Kv. Brynja Sóley

Sleek Make Up

Ég er búin að vera að leika mér svolítið með Sleek pallettuna mína og úr hafa komið nokkur falleg lúkk.

Image

Image

Í dag langaði mig að rokka klassískri dökkri skyggingu þannig að ég notaði ljósasta litinn, grænan og svartan.

Litirnir í pallettunni eru allir mjög sanseraðir, alveg eins og ég vil hafa þá 🙂

Image

Image

Image

Image

Ég er að fíla þessa pallettu alveg í ræmur. Litirnir eru mjög kremkendir og blandast einstaklega vel. Ég notaði ekki blautan eyliner eins og ég er vön að gera heldur notaði ég svarta skuggann í palletunni sem liner og blandaði svo upp í skygginguna. Ég vildi hafa skarpar útlínur en litina vel blandaða á auglokinu sjálfu. Ég lokaði svo lúkkinu með ljósum blýanti á vatnslínuna að augnkrók. Ef að ég hefði ekki verið að farða mig hefði ég líklegast sett svarta línu í vatnslínuna en ég púlla það svo enganveginn.

Vonandi eigið þið yndislega helgi :*

Kv. Brynja Sóley

Litagleði

LITIR

Uppáhaldið mitt síðustu daga er að hafa áberandi lit að einhverju leyti í makeup-inu mínu, til dæmis sem eyeliner, varalit eða í augabrúnum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af litríku meiköppi sem ég hef gert undanfarna daga.

Image

Hér er ég að nota hvítann eyeliner og tek hann langt upp á augnlokið.

ImageImage

Hérna er ég með létta skyggingu og blandaði svo saman bláum og grænum gel-eyeliner til þess að ná fallegum myntu grænum lit.

Image

Það er alltaf erfitt að nota rauðann eyeliner, maður getur stundum litið út fyrir að vera þreyttur eða veikur en með því að setja þunna svarta línu undir dregur maður fram umgjörð augnanna.

Image

Klassískur fjólublár eyeliner.

Image

Létt skygging og gulur eyeliner -sumarlegt og skemmtilegt !

Image

Rauðar augabrúnir ! Ég er geðveikt að fýla að setja skemmtilegan lit í augabrúnirnar mínar, hérna er ég að nota pigment frá Inglot blandað við duraline dropa (blöndunar vökvi)

Image

Sama hér, ljós fjólublátt og dökk fjólublátt pigment blandað við duraline.

-Arna Sirrý